iceland

Námskeið í Englafjárfestingum

Fjárfest í nýsköpun: Hvernig virka engafjárfestingar?

Hefur þú áhuga á að fjárfesta í sprotafyrirtækjum á fyrstu stigum en ekki viss hvar þú átt að byrja? Þá er þetta námskeiðið fyrir þig!

Vertu með í heilsdagsnámskeiðinu okkar og lærðu af reyndum fjárfestum um allar hliðar englafjárfestinga.

Ekki missa af þessu tækifæri til að læra af og spjalla við reynda englafjárfesta og taka fjárfestingasafnið þitt á næsta stig!

Um er að ræða heils dags námskeið þann 26. apríl á Hilton Reykjavík Nordica og munu reyndir englafjárfestar, innlendir og frá Noregi, kenna á námskeiðinu.

Nánari upplýsingar

Námskeiðið fer fram á ensku og verður haldið þann 26. apríl kl. 9:00-17:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykajvík.

Hvað verður gert á námskeiðinu?

  • Fyrir hádegi færðu yfirgripsmikið yfirlit yfir englafjárfestingar, allt frá því að bera kennsl á mögulegar fjárfestingar, skilja öll helstu hugtök, hvernig er best er að stjórna áhættu.

  • Eftir hádegi hefurðu tækifæri til að koma nýju þekkingunni þinni í framkvæmd með því að hlusta á og meta raunveruleg sprotafyrirtæki og spjalla við stofnendur þeirra.

Í lok dags muntu vera komin með góðan skilning á englafjárfestingum og vera tilbúin/n til að byrja að fjárfesta í efnilegum sprotafyrirtækjum.

Að námskeiðinu loknu verður “happy hour” þar sem þú færð tækifæri til að hitta og spjalla við reynda englafjárfesta.

Verð: 50.000 kr.

Innifalið í verði eru allar veitingar yfir daginn: kaffi, te og með því, ásamt hádegisverði.

Spurningar: Sigurjón Magnússon - sig@nordicignite.com

Fólkið á bak við námskeiðið

  • Åsmund Johan Mandal

    Business Angels Norway

  • Jørn Lein-Mathisen

    Business Angels Norway

  • Ragnheiður H. Magnúsdóttir

    Nordic Ignite

  • Hrönn Greipsdóttir

    Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins

  • Ásgeir Skorri Thoroddsen

    KPMG

Samstarfsaðilar